FRÍ SENDING Á ÖLLUM PIZZAOFNUM!

Eldbakaður brauðhleifur

Eldbakaður brauðhleifur

Vissir þú að það væru hægt að baka meira en bara pizzur í Uuni ofninum þínum? Þessi frábæra uppskrift kemur frá Bryan Ford. 

Hráefni

750g Volgt water
600g Brauðhveiti
200g Heilhveiti
200g Hveiti
1 msk (20g) Gróft salt
4g ferskt pressuger eða venjulegt ger

Aðferð
Settu 1 matskeið af volgu vatni til hliðar og heltu restinni af vatninu í stóra skál. Bættu við gerinu og hrærðu þar til gerið hefur leyst upp.

Blandaðu saman brauðhveitinu, heilhveitinu og hveitinu í skál. Bættu hveitinu smám saman út í vatnsblönduna. Hrærðu blöndunni saman með hinni hendinni um leið og hveitinu er bætt við. Byrjaðu að hnoða deigið saman með höndunum þegar þú hefur blandað öllu hveitinu út í skálina. Settu rakt viskastykki yfir skálina þegar deigið er orðið þurrt og láttu það standa í 5 mínútur. Færðu svo deigið í hreina skál og leyfðu deiginu að standa í klukkutíma. 

Bættu við salti og matskeið af volgu vatni. Hnoðaðu deigið varðlega og passaðu að rífa það ekki. Saltið og vatnið ætti að vera búið að blandast vel við deigið eftir að þú hefur hnoðað það í sirka 5-7 mínútur. Ekki örvænta ef vatnið blandast ekki strax við deigið, vertu þolinmóð/ur. 

Hnoðaðu deigið tvisvar í viðbót þar sem þú leyfir því að standa í 30 mínútur í senn á milli skiptanna. Ekki gleyma að setja rakt viskastykki yfir deigið á meðan það stendur. Leyfðu svo deiginu að standa í klukkutíma í viðbót eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð, yfirborðið ætti að vera slétt og loftbólur ættu að hafa myndast í deiginu. 

Settu nóg af hveiti á vinnustöðina þína og skiptu deiginu í þrjá hluta. Rúllaðu hverjum hluta í stutta lengu, settu svo rakt viskastykki yfir hvern hluta og gerðu ofninn þinn klárann.

Kveiktu á ofninum þínum og settu hveiti á spaðann þinn. Settu brauðið í ofninn þegar hann er komin í 260˚C (þú getur athugað hitastig ofnsins með Helect hitamælinum okkar.

Bakaðu brauðið í 10 mínútur eða þar til það hefur myndast smá litur á deigið og snúðu því svo. Passaðu að brauðið sé í miðjunni á bökunarsteininum. Bakaðu brauðið í 5-10 mínútur í viðbót eða þar til það er orðið gullbrúnt. Endurtaktu ferlið fyrir hin tvö deigin.

Loka (esc)

Skráðu þig á póstlistann

Ekki missa af tilboðum og öðrum spennandi fréttum!

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Karfa

Karfan þín er tóm :(
Versla núna