FRÍ HEIMSENDING Á ÖLLUM PIZZAOFNUM!

Stór uppskrift a la Davíð Steinar

Hér er stór uppskrift frá Davíð Steinari sem hann deildi með okkur:

1 kg brauðhveiti

650 ml vatn

20 grömm salt

1/4 teskeið instant ger eða 1 teskeið ferskt ger

góð skvetta af góðri olíu

Blanda saman hveiti og vatni í skál og hræra saman. Breiða klút yfir og hvíla í 15-30 mínútur. Mjög mikilvægt skref.

Bæta við salti, geri og olíu. Hnoða þangað til deigið fer úr því að festast við allt þangað til deigið fer að festast mest við sjálft sig. Athuga að deigið á að vera blautt og nokkuð erfitt viðureignar.

Vigtið c.a. 220 gramma deig og hnoðið í kúlur og raðið á bökunarpönnu. Setjið plastfilmu vandlega yfir svo að þétti vel og látið hefast yfir nótt í ísskáp. 

 

Eldri póstar
Nýrri póstar
Loka (esc)

Skráðu þig á póstlistann

Ekki missa af tilboðum og öðrum spennandi fréttum!

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Karfa

Karfan þín er tóm :(
Versla núna