Kjúklingapizza með BBQ sósu
Kjúklingapizza með BBQ sósu!
Hér er ein dásamleg uppskrift sem kemur beint frá Ooni
Hráefni (fyrir eina 12” pizzu)
160g Pizzadeig (sjá fyrir neðan)
4 msk Pizzasósa
40g Mozzarella ostur, rifinn í litla bita
50g Kjúklingur, eldaður og rifinn
40g Maísbaunir
¼ Rauðlaukur, skorinn í litla bita
¼ Rauð paprika, skorin í litla bita
3 msk BBQ sósa
Aðferð
Undirbúðu pizzadeigið áður en þú byrjar. Til að gera hina fullkomnu 12” pizzu mælum við með að þú notir 160g af pizza degi fyrir hverja pizzu. Ef þig vantar uppskrift af pizzadeigi mælum við með þessari hér. Einnig erum við með uppskrift af pizzasósu hér.
Kveiktu á Uuni 3, Uuni Pro eða Ooni Koda ofninum þínum. Hitaðu hann upp í 300˚C en þú getur mælt hitastig ofnsins með Helect hitamælinum okkar!
Helltu smá ólífuolíu á pönnu og steiktu maísbaunirnar á pönnu í rúmar 2 mínútur. Skerðu niður paprikuna og rauðlaukinn og rífðu mozzarella ostinn og kjúklinginn. Hækkaðu svo hitann á ofninum upp í 500˚C
Flettu út deigið þitt og legðu það á pizzaspaðann þinn. Skelltu pizzasósunni á deigið og bættu svo við BBQ sósunni, mozzarella ostinum, kjúklingnum, maíisbaununum, rauðu paprikunni og rauðlauknum.
Helltu smá ólífuolíu á pönnu og steiktu maísbaunirnar á pönnu í rúmar 2 mínútur. Skerðu niður paprikuna og rauðlaukinn og rífðu mozzarella ostinn og kjúklinginn. Hækkaðu svo hitann á ofninum upp í 500˚C
Flettu út deigið þitt og legðu það á pizzaspaðann þinn. Skelltu pizzasósunni á deigið og bættu svo við BBQ sósunni, mozzarella ostinum, kjúklingnum, maíisbaununum, rauðu paprikunni og rauðlauknum.
Hentu pizzunni inn í ofninn og mundu eftir að snúa pizzunni reglulega. Ekki viljum við að hún brenni! Taktu svo pizzuna út og settu smá BBQ sósu ofan á pizzuna!