Sleppa
Klassísk Margarita Pizza

Klassísk Margarita Pizza

Hin klassíska Margarita Pizza er einföld en ljúffeng uppskrift sem hentar vel fyrir þá sem eru stíga sín fyrstu skref í pizzagerð. Ferskur mozzarella og ljúffeng heimagerð pizzasósa saman á pizzuna getur einfaldlega ekki klikkað!

Hráefni

  • Klassískt pizzadeig 
  • Klassísk pizzasósa 
  • Ferskur mozzarella rifinn í bita

Aðferð

  • Undirbúðu pizzadeigið. Þú finnur uppskrift af pizzadeigi hér.
  • Undirbúðu pizzasósuna. Þú finnur uppskrift af klassísku heimagerðu pizzasósunni hér.
  • Kveiktu á pizzaofninum og miðaðu við að setja pizzuna inn þegar pizzasteinninn er orðinn 500°C. Þú getur athugað hitastig ofnsins með Ooni Infrarauða hitamælinum okkar.
  • Settu hveiti á spaðann þinn, flettu deigið út og legðu það á spaðann. Settu svo pizzasósu og mozzarella á pizzadeigið.
  • Settu svo pizzuna inn í pizzaofninn. Ekki gleyma að snúa pizzunni reglulega á meðan hún er í ofninum.
  • Taktu pizzuna úr ofninum þegar hún er tilbúin og settu á hana fersk basilíkublöð. Berið pizzuna fram strax og njótið.
Skoða fyrri Glútenlaust Pizzadeig
Næsta Einfalt pizzadeig