Skip to content
Einfalt pizzadeig

Einfalt pizzadeig

Uppskrift af einföldu og fljótlegu pizzadeigi sem fullkomnar pizzakvöldið! Þessi uppskrift er frekar stór skammtur en auðvelt er að frysta afgangs deigkúlurnar og grípa í þær hvenær sem þig langar í pizzu.

Deigið er 5 x 250 g deigkúlur (fyrir 12” Pizzur) eða 4 x 330 g deigkúlur (fyrir 16” pizzur).

Hráefni:

480 g volgt vatn
1 msk (15 g) þurrger
750 g brauðhveiti
1 msk salt
1 ½ msk ólífuolía

Aðferð:

Í lítilli skál, blandaðu 3 matskeiðar af hveiti út í vatnið. Þegar búið er að blanda því saman er gerinu hrært saman við þar til það hefur blandast vel saman. Leyfið blöndunni að blandast á heitum stað í um það bil 5 mínútur eða þangað til hún er orðin froðukennd.

Setjið helminginn af hveitinu sem eftir er í stóra skál. Bætið gerblöndunni út í og hrærið vel. Bætið við hveiti og salti og blandið þar til allt hefur blandast vel saman. Stráið smá hveiti yfir borðið og hnoðið deigið í 8 til 10 mínútur eða þar til það er teygjanlegt.

Smyrjið skálina með ólífuolíu og rúllið deigkúlunni varlega í kringum allar hliðarmeð olíu. Hyljið skálina með viskastykki eða plastfilmu og látið hefast á heitum stað í 20 til 30 mínútur eða þar til deigið er orðið tvöföld upprunaleg stærð.

Skiptið pizzadeiginu í 5 x 250 g eða 4 x 330 g deigkúlur. Mótaðu deigið í kringlóttar kúlur.

Penslið deigkúlurnar með ólífuolíu, hyljið með hreinu viskastykki og látið hefast á heitum stað í 15 til 20 mínútur eða þar til deigið er tvöfalt upprunaleg stærð.

Forhitaðu Ooni pizzaofninn þinn í 500˚C. Notaðu Ooni hitamælirinn til að athuga hitastigið í ofninum. Á meðan deigið er að lyfta sér undirbúðu uppáhalds pizzuáleggið þitt.

 

 

Previous article Klassísk Margarita Pizza
Next article Pizza með beikoni, spínati og tómötum