Skip to content
Klassískt Pizzadeig

Klassískt Pizzadeig

Hér er uppskrift af hefðbundnu pizza deigi sem hentar vel við öll tilfelli. Deigið hentar vel þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í pizzagerð og er fljótlegt að útbúa það.

Dugar í 5x12" pizzur (165 gr hver kúla) eða 3x16" pizzur (275 gr hver kúla). Við mælum með minni pizzum og fleiri, þær eru auðveldari í meðförum og passa líka betur á diskinn.

Innihald

  • 500g hveiti ('00' eða hvítt hveiti)
  • 300g (300 ml) vatn
  • 20g (1 matskeið) ólífuolía
  • 10g (2 teskeiðar) salt
  • 7g þurrger (eða 20g pressuger)

Aðferð

  1. Vatnið á að vera við líkamshita. Það má sjóða 1/3 af vatninu og bæta 2/3 köldum út í. Þá er vatnið við rétt hitastig. Gerið þarf rétt hitastig til að lyfta sér vel.
  2. Blandið gerinu saman við vatnið og svo olíunni
  3. Í annari skál, sigtið saman hveitið og bætið saltinu útí.
  4. Hrærið saman með handafli eða í hrærivél, sjá aðferð hér að neðan:
  • Með handafli: Hellið vatninu ofan á hveitið og byrjið að hræra með sleif. Þegar deigið fer að verða eins og deig en ekki klessa, haldið áfram að blanda saman með höndunum. Setjið svo deigið á yfirborð þakið hveiti og hnoðið saman með báðum höndum. Haldið áfram að hnoða í um 10 mínútur þangað til deigið er orðið þétt og teygjanlegt. Setjið deigið í skál og lokið með rökum klút eða plastfilmu. Setjið deigið á heitan stað og leyfið því að lyfta sér í 1-2 klst.
  • Með hrærivél: Setjið hnoðarann á vélina og setjið í gang á lítinn hraða. Með hveitið í hrærivélaskálinni, bætið vatni rólega út í. Þegar allt er orðið vel blandað saman, látið vélina hnoða deigið í 5-10 mínútur. Þekið skálina með plastfilmu eða rökum klút og leyfið deiginu að lyfta sér í 1-2 klst.
  • Skiptið deiginu niður í kúlur, 165 gr fyrir 12" eða 275 gr fyrir 16" pizzur. Leyfið kúlunum að lyfta sér enn frekar, 20 mínútur er ágætur tími. Það má nota tímann til að búa til heimagerða pizza sósu
  • Þegar 20 mínúturnar eru liðnar er tími til að búa til pizza botna. Byrjið alltaf á fullkominni kúlu þar sem það hjálpar að búa til kringlótta botna. Á hveitiþöktu yfirborði, ýtið ofan á kúluna með hveitiþöktum fingrum, mótið kúluna í lítinn flatan disk. Vinnið út frá miðjunni, ýtið deiginu út á við í áttina að brúnunum á á meðan þið glennið út fingurna. Diskurinn ætti að stækka og þynnast. Takið svo deigið upp, færið hendurnar eftir brúnunum og látið þyngdaraflið toga deigið í 14" hring.

Ábending: Það gæti verið gott að leyfa deiginu að lyfta sér í kæli í 24-48 tíma. Það gefur deiginu ríkara bragð og leyfir gerinu að vinna betur með sykrurnar úr hveitinu. Notið þá helminginn af gerinu og leyfið deiginu að ná stofuhita áður en þið fletjið það út.

Previous article Súrdeig - Fyrir lengra komna