Avocado Pizza (með beikoni, fetaosti og mozzarella)
Þessi uppskrift kemur beint frá Ooni teyminu en þá er enginn annar en Ben Stirling sem á heiðurinn á þessari uppskrift. Stirling kallar þessa guðdómlegu pizzu „The Millennial Pizza“ en hún er bæði stökk, sterk og rjómakennd! Mmm.. Þú getur séð myndbandið hans Ben Stirling hér fyrir neðan:
Hráefni (fyrir eina 12” pizzu)
160g Pizzadeig
4 msk Pizzasósa
40g Skorið beikon (eða beikonkurl)
40g Mozzarella ostur, rifinn í litla bita
40g Feta ostur
1 Avocado, stappað
Sriracha chilli sósa (eða önnur sterk sósa)
Aðferð
Undirbúðu pizzadeigið þitt. Við mælum með að þú notir 160g af deginum fyrir eina 12" pizzu. Ef þig vantar uppskrift af pizzu þá getur þú fengið hana hér. Gerðu pizzasósuna klára, viðmælum með að þú bætir við hvítlauka og salt í sósuna. Þú getur uppskrift af klassískri pizzasósu hér .
Kveiktu á ofninum þínum og miðað við að setja pizzuna inn þegar pizzasteininn er orðinn 300˚C. Þú getur athugað hitastig ofnsins með Helect hitamælunum okkar.
Steiktu beikonið á pönnu (þú getur td notað Uuni Sizzler pönnuna ). Steiktu beikonið í rúmum 5 mínútur, eða þar til það er stökkt.
Settu hveiti á spaðann þinn, flettu deigið út og legðu það á spaðann. Settu svo pizzasósu, mozzarella og beikon á pizzadeigið. Settu svo pizzuna inn þegar ofninn er orðinn 500˚C. Ekki gleyma að snúa pizzunni reglulega á meðan hún er í ofninum.
Taktu pizzuna úr ofninum þegar hún er tilbúin og settu á hana avocado, fetaost og smá sriracha chilli sósu.
Verði þér að góðu!