Fara í efni
Stjörnu-Pizza

Stjörnu-Pizza

Föstudagsveisla fyrir alla fjölskylduna

Hvað er betra en rjúkandi heitir margaríta? Jú rjúkandi heitir stjörnu margaríta! Þessi skemmtilega og frumlega uppskrift kemur beint frá Ooni.
Hráefni

280g Pizza deig

½ Bolli (100g) mozzarella ostur, rifinn
5 msk Pizza sósa (sjá athugasemd hér að neðan)
50g Ferskur mozzarella ostur, rifinn í litla bita
1 msk Parmesan ostur, rifinn
2 Blöð af basilíku, rifin

Aðferð
Undirbúðu pizzadeigið þitt. Ef þig vantar uppskrift af pizzadeigi þá getur þú fundið hana hér. Gerðu pizzasósuna klára, við mælum með að þú bætir við hvítlauka og salt í sósuna. Þú getur fengið uppskrift af klassískri pizzu hér .
Kveiktu á Uuni Pro, Uuni 3 eða Ooni Koda ofninum þínum og miðað við 450˚C. Þú getur athugað hitastig ofnsins með Helect hitamælunum okkar.


Settu hveiti á spaðann þinn, flettu deigið út í 12" pizzu og legðu þá á spaðann þinn. Skerðu sirka 5cm inn í þig (allan hringinn) átta sinnum, allan hringinn (sjá myndband). Fylltu svo hvern hluta af pizzusósu og rifnum mozzarella. osti.
Passaðu að setja ekki of mikinn ost inn í hvern hluta. Taktu varlega í sitt hvort hornið brjóttu upp á það þannig að endarnir mætast í miðjunni og mynda þríhyrning. Gerðu þetta við alla hlutana sem þú varst búin að skera þar til þú ert komin með átta arma stjörnu.
Settu pizzasósu og mozzarella ost á pizzuna sjálfa. Skelltu pizzunni inn í ofninn þinn og mundu að snúa henni reglulega. Settu svo basilíkuna á pizzuna þegar þú hefur tekið hana úr ofninum.
Gleðilegan föstudag!
Fyrri grein Pizza með beikoni, spínati og tómötum
Næsta grein Avocado Pizza (með beikoni, fetaosti og mozzarella)