Pizza með beikoni, spínati og tómötum
Föstudagur? Föstudagur! Þessi geggjaða uppskrift kemur frá Chris Macartney
Hráefni
Fyrir eina 12” pizzu
Hvítlauksólían:
* Dugar fyrir 4-6 12” pizzur
18 hvítlauksrif, án hýðis
235g ólífu olía
½ msk sítrónusafi
1 msk salt
1 msk svartur pipar
1 msk rauð paprika, skorin í mjög litla bita
2 msk oregano
Beikonið:
192g beikon bitar
1 msk melassi (e. melass)
½ msk brin sykur
1 msk salt
Pizzan:
160g klassískt pizza deig
3 msk hvítlauksólía
110 g mozzarella, rifinn
120 g spínat
110g beikon bitar, sykurbrúnaðir (sjá fyrir neðan)
110g tómatar, skornir
Aðferð
Undirbúðu pizzadeigið þitt. Við mælum með að þú notir 160g af degi fyrir eina 12" pizzu. Ef þig vantar uppskrift af pizzadeigi þá getur þú fengið hana hér.
Kveiktu á ofninum þínum og miðað við að setja pizzuna inn þegar pizzasteininn er orðinn 175˚C. Þú getur athugað hitastig ofnsins með Helect hitamælunum okkar.
Steiktu hvítlauksrifin á pönnu upp úr olífu olíu í sirka 15-20 mínútur, passaðu að rifin brenni ekki. Hvítlauksrifin ættu að vera ljósbrún og mjúk. Settu hvítlauksrifin í blandara og bættu við 2-3 ferskum hvítlauksrifjum, sítrónusafa, salti, svörtum pipar, rauðri papriku og oregano. Blandaðu hráefnunum vel saman.
Hækkaðu hitann í ofninum upp í 500˚C. Blandaðu beikoninu, melassan, sykurinn og saltið saman í skál. Steiktu svo beikonið á pönnu í 5 mínútur eða þar til það er næstum fulleldað.
Settu hveiti á spaðann þinn, flettu deigið út og legðu það á spaðann. Bættu við smá olíu á pizzuna og dreifðu henni vel. Settu svo mozzarella ostinn, spínatið, sykurbrúnaða beikonið og tómata á pizzuna og skellt henni inn í ofn.
Ekki gleyma að snúa pizzunni reglulega. Taktu svo pizzuna út og bættu smá salti og pipari á pizzuna.