Sleppa
Klassísk Pizzasósa

Klassísk Pizzasósa

Ooni Klassísk Pizzasósa

Einfaldleikinn er oftast bestur. Þessi uppskrift bæði er klassísk og einföld! Þessi uppskrift kemur beint upp úr matreiðslubókinni frá Ooni „Cooking with Fire.“ Hér skiptir máli að velja góða tómata en þeir skipta auðvitað höfuðmáli í þessari uppskrift.

Hráefni
Dugar fyrir 8 stk 12” pizzur

2 tsk ólífu olía
2 hvítlauksrif, pressuð eða smátt söxuð
4 bollar (800g) tómatar í dós (helst San Marzano)
2 msk sykur
1 msk salt
Handfylli af basilíku, gróflega skorin
Smá svartur pipar

Aðferð
Settu ólífu olíu á pönnu og stilltu helluborðið á miðlungshita. Skelltu hvítlauknum á pönnuna þegar hún er orðin heit. Bættu svo við hinum hráefnunum þegar laukurinn er orðin mjúkur en ekki brúnn. Hrærðu hráefnunum saman á lágum hita í 20 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Hægt er að nota sósuna beint eða setja hana í eitthvað ílát og hægt að geyma í kæli.

Skoða fyrri Avocado Pizza (með beikoni, fetaosti og mozzarella)
Næsta Sætkartöflu Pizza (með döðlum, grænu chilli og fetaosti)