FRÍ HEIMSENDING Á ÖLLUM PIZZAOFNUM!

Sætkartöflu Pizza (með döðlum, grænu chilli og fetaosti)

Sætkartöflu Pizza með döðlum, grænu chilli og fetaosti! 

Þessi sætkartöflu pizza nær yfir öll grunnefnin. Hvort sem þú sækir í sætt, salt, sterkt eða milt þá er þessi pizza fyrir þig! Þessi uppskrift kemur beint frá Ooni.com!

Hráefni (fyrir eina 12” pizzu)

160g Pizzadeig

4msk Pizzasósa

1 Lítil sæt kartafla

2-4 Grænt chilli (smekksatriði)

8 Döðlur

200g Fetaostur

Ólífu olía

20g Basilíka

Salt og pipar

Aðferð

Kveiktu á Uuni ofninum þínum. Undirbúðu pizzadeigið þitt, stráðu hveiti á pizza spaðann þinn og leggðu svo deigið á spaðann, settu svo pizzasósu á pizzuna (við erum með uppskrift af klassískri pizzasósu hér)

Settu sætu kartöfluna í eldfast mót og skelltu henni inn í ofn þar til hún er orðin mjúk. Taktu sætu kartöfluna út og skerðu hana niður í báta.

Dreifðu svo sætu kartöflunni, fetaostinum, döðlunum og chillinu jafnt á pizzuna. 

Skelltu pizzunni inn í ofninn þinn í 90 sekúndur. Ekki gleyma að snúa pizzunni. Bættu svo við basilíku á pizzuna og voilà hún er klár!

Eldri póstar
Nýrri póstar
Loka (esc)

Skráðu þig á póstlistann

Ekki missa af tilboðum og öðrum spennandi fréttum!

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Karfa

Karfan þín er tóm :(
Versla núna